Fréttir af innra starfi

Ævintýraeyjan Ísland - Joggingbuxum breytt í gönguskó
Í dag hefst ný markaðsherferð á vegum markaðsverkefnisins Ísland – saman í sókn sem hvetur fólk til að ferðast til Íslands og upplifa þau fjölmörgu ævintýri sem land og þjóð hefur upp á að bjóða.

Nýtt öryggisverkefni í samstarfi Samgöngustofu og ferðaþjónustunnar
Þriðjudaginn 22. júní var öryggisverkefnið ,, Nap and Go” kynnt fyrir gististöðum og bílaleigum á Suðurnesjum. Verkefninu er ætlað að vekja athygli öryggi í umferðinn og hættunni sem getur fylgt því að aka bíl fljótlega eftir næturflug. Aðdragandinn er fjöldi slysa sem rakin hafa verið til þreytu og svefnleysis.

Náttúran að gefa ótrúleg markaðstækifæri
„Núna er gos og fólk vill upplifa það. Markaðslega séð erum við að fá frábært tæki. Frábæra umfjöllun um svæðið. Það var í raun það sem svæðið þurfti á að halda. Reykjanesið er frekar nýr áfangastaður til að heimsækja og hefur í raun ekki verið uppgötvaður nema af þeim sem vilja upplifa nýjan stað. Það hefur verið torsótt að koma svæðinu á framfæri og lýsa þessu magnaða umhverfi og landslagi sem býr í hrauninu“

Suðurnes - samráðsvettvangur um stöðu samgöngumála
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurnesjum, mánudaginn 22. mars kl. 13:00-15:00.

Exploring Tech for the Hospitality Industry
Kynning á námi/námskeiði: Sænski háskólinn Hyper Island býður upp á 12 vikna nám fyrir fólk sem starfar innan ferðaþjónustu á Íslandi.

Vorið kemur, heimur hlýnar
Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness verður haldinn föstudaginn 29. janúar kl. 9 – 10:30.
Hlekkur til að ská sig á fundinn er í fréttinni.

Námsleið í Sölu-, markaðs- og rekstrarnámi
MSS (Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum) er að fara í gang með námsleið árið 2021 í Sölu-, markaðs- og rekstrarnámi. Tveir hópar verða í gangi, annar á íslensku, hinn á ensku.