Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Reykjanesi er mikið úrval af gistiheimilum og eru þau flest einkerekin. Það getur verið skemmtileg upplifun að gista á heimilislegum og huggulegum stað þar sem hægt er að kynnast heimamönnum betur. 

Gistiheimili eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.

Lava Hostel
Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið. Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins. Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September.  Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar. Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu. Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu. Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni. Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim. Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði. Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu. Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B. Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu. Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið? Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu. 1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna") 2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa. Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum: 1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.* 2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið. 3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið". *Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta. Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.
START Hostel
START er hágæða Hostel á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.  START býður gestum upp á ýmsa gistimöguleika, 2, 3, 4 manna herbergi og fjölskylduherbergi með sér baði (Hotel-standard), og einstklingsgistingu (Hostel gisting).  Öll gisting er miðuð við uppábúin rúm og morgunverður er innifalinn. Gestir hafa aðgangi að gestaeldhúsi og setustofu, WiFi í öllu húsinu og örbúð fyrir gesti er í gestamóttöku.  Handklæði eru líka innifalinn í gistingunni, kaffi og te eru á boðstólnum 24 tíma sólahrings eins er móttakan opin allan sólahringinn á START.  
Gistiheimili Keflavíkur
Gistiheimili Keflavíkur er hinum megin við götuna á móti hinu sívinsæla Hótel Keflavík þar sem þú getur notið allrar þeirrar þjónustu sem hótelgestum stendur til boða.  Á Gistiheimili Keflavíkur leggjum við áherslu á einfalda gistingu og faglega og vinalega þjónustu sem lætur þér líða eins og heima hjá þér. Gistiheimilið er allt á einni efri hæð og er með 5 twin herbergjum ásamt fjölskylduherbergi með kojum.  Öll herbergin deila saman tveimur baðherbergjum með sturtu og litlum eldhúskrók með ísskáp og örbylgjuofni. Gistiheimilið er nýuppgert og öll herbergin eru með með nýjum og þægilegum rúmum, sængur- og rúmfötum og eru vel búin með neti, sjónvarpi, síma og handklæðum. Dvöl á Gistiheimili Keflavíkur innifelur aðgang að líkamsræktarstöðinni okkar þar sem þú getur notað hvað sem þú vilt af fjölbreyttu úrvali líkamsræktartækja, spinning og pallatímum og slakandi gufubaði og ljósabekkjum. Vertu viss um að heimsækja fallega og nýuppgerða veitingastaðinn okkar í hádegis- og/eða kvöldverð.  KEF er fyrsta flokks veitingastaður sem býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana. Innifalið í verðinu hjá okkur er wi-fi aðgangur, aðgangur að líkamsræktarstöð og gufu, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið kl. 5:00-10:00) og geymsla á bíl í allt að 3 vikur. Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur.  Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.
Raven´s Bed
Fjósið í Höskuldarkoti í Njarðvík eða Fjósið í Koti er vinsæll gististaður í nálægð (7km) við flugvöllinn (Keflavik International Airport). Við gististaðinn liggja skemmtilegir göngustígar meðfram sjónum með útsýni til höfuðborgarinnar og allt norður til Snæfellsness þar sem jökullinn gnæfir. Göngustígur liggur þannig til miðbæjar Keflavíkur þar sem finna má helstu veitingastaði og verslunargötur. Í næsta nágrenni má finna kaffihús og bakarí, lyfjabúð og kaupmanninn á horninu. Boðið er uppá 2.ja manna herbergi og 4.ra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Miðlæg upphitun í herbergjum, aðgangur að interneti og val um einfalt eða tvöfalt rúm. Morgunverður er innifalinn í verði ásamt aðgengi að heitum potti. Gestir hafa aðgang að eldhúsi til að útbúa minni máltíðir eða klára nestið sitt frá ferðalaginu. Þar er ísskápur, örbylgjuofn og hitakanna. Morgunmatur er reiddur fram kl.8.00-10:30 en gestir hafa aðgang og geta lagað sinn morgunmat fyrir þann tíma ef brottfor er snemma í tengslum við flug. Innritun hefst kl.16.00 og útritun kl.12 (hádegi) næsta dag nema bókun sé framhaldið. Ravens bnb er starfrækt í 100 ára gömlu endurnýjuðu húsnæði, sem upprunalega var fjós og hlaða. Þar eru margir innanstokksmunir upprunalegir sem gefur húsinu sérstakan blæ og góðan anda. Gestir geta hvílst í afslöppuðu umhverfi og fengið leiðsögn og upplýsingu hjá gestgjöfum sínum. Hægt er að fá viðbótarþjónustu gegn gjaldi, s.s. öryggisskáp, fataþvott og skutlþjónustu. Einnig er gestum boðið uppá lengra skutl s.s. í Bláa Lónið eða á flugvöllinn gegn aukagjaldi. Þá er innheimt aukagjald gegn innritun eftir miðnætti. Reykingar eru ekki leyfðar. Gæludýr eru ekki leyfð.
Núpan Deluxe
Heimilislegt og nútímanlegt hótel miðsvæðis í Keflavík. Stutt er því í alla helstu þjónustu. Um 200 metrar í aðalgötu Keflavíkur, Hafnargötuna og Atlantshafið. Það býður upp á nútímaleg herbergi, ókeypis Wi-Fi Internet og ókeypis bílastæði. Bláa Lónið er í innan við 20 mínútna akstursfjarlægð. Herbergin á Núpan Deluxe eru annaðhvort með sér eða sameiginlega baðherbergisaðstöðu. Sum eru með setusvæði og skrifborð. Safnið Víkingaheimar er í 5,2 km fjarlægð. Reykjavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð. 

Aðrir (7)

Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Blue Viking Guesthouse Vesturbraut 10A 230 Reykjanesbær 421-5555
B & B Guesthouse Hringbraut 92 230 Reykjanesbær 8674434
Guesthouse 1x6 Vesturbraut 3 230 Reykjanesbær 857-1589
Kef Guesthouse Grænásvegur 10 230 Reykjanesbær 588-9999
Gistihúsið Garður Skagabraut 62a 250 Suðurnesjabær 779-0707
South - West Guesthouse Heiðarvegur 8 251 Suðurnesjabær 666 -5206