Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Reykjaness er áfangastaðastofa landshlutans og er samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á svæðinu um þróun ferðamála og markaðssetningu á áfangastaðnum.  

Hlutverk áfangastaðastofunnar: 

  • Samvinna í ferðamálum í landshlutanum.
  • Þekking og yfirsýn ferðamála landshlutans á einum stað. Fyrsti snertiflötur innan landshlutans í ferðaþjónustu
  • Stuðla að aukinni samhæfingu og stuðningi til að efla ferðaþjónustu og auka atvinnutækifæri
  • Leiðandi afl í markaðssetningu áfangastaðarins og þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta
  • Drifkraftur þróunar ferðamála og samstarfsvettvangur í samræmi við sameiginlega sýn og stefnu á Reykjanesi
  • Farvegur samstarfs til framkvæmda og stuðla að skilvirku innra samstarfi

Verkefni stofunnar eru fjölbreytt og snerta á öllum þáttum ferðamála svæðisins en miða öll að því að gera Reykjanesið að sjálfbærum og áhugaverðum áfangastað til að upplifa og njóta. Helstu verkefni eru listuð upp í valstikunni hér til hliðar og eru þau unnin eftir áherslum úr Áfangastaðaáætlun svæðisins

Fréttir úr ferðaþjónustunni

  • Snjöll ferðaþjónusta – Ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind

    Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir …
  • Auknar líkur á nýju eldgosi á Reykjanesi

    Upplýsingar um aðgengi og viðbragð. Uppfært 11. febrúar 2025
  • Kynningarfundur Íslandsstofu - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar

    Íslandsstofa stóp fyrir kynningarfundum í janúar með hagaðilum í ferðaþjónustu undir heitinu „Markaðssamtal ferðaþjónustunnar" þar sem farið var yfir stöðu markaðssetningar á áfangstaðnum Íslandi, helstu verkefni tengt ferðaþjónustunni og áherslur fyrir árið 2025.
  • Handbók um uppbyggingu ferðamannastaða fyrir sveitarfélög

    Ný handbók um uppbyggingu ferðamannastaða fyrir sveitarfélög