Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Reykjanesi má finna fjölbreytta aðstöðu til ráðstefnu- og fundarhalda í öllum sveitarfélögum.

Aðstaða

Stærsta rýmið er að finna í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem tekur allt að 400 manns í sæti, en einnig er hægt að finna minni fundarsali hjá ferðaþjónustuaðilum og stofnunum víða á svæðinu. 

Þjónusta

Inn á svæðinu er hægt að finna úrval þjónustu sem geta gert viðburðinn að einstakri upplifun um leið og verið er að skapa vettvang til tengslamyndunar og vinnu. Meðal þess sem vert er að skoða:

  • næg gisting fyrir þátttakendur eða rúmlega 900 herbergi
  • veitingar úr heimabyggð, hvort sem það er í gegnum veisluþjónustur eða hjá úrvali veitingastaða
  • framleiðsla af svæðinu hvort sem það er hönnun, sælgætisgerð, matvælaframleiðsla eða brugghús
  • ráðstefnuskrifstofur, ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem geta aðstoðað við framkvæmd viðburðarins 

Alþjóðlegir fundir eða ráðstefnur

Ef fyrirtæki eða stofnanir hafa áhuga á að sækja eða bjóða í ráðstefnur inn á svæðið, þá geta starfsmenn markaðsstofunnar aðstoðað með myndefni og upplýsingar um þjónustuframboð. Hafið samband í netfangið info@visitreykjanes.is eða í síma 420 3288.

Meðal viðburða sem hafa verið haldnir á svæðinu undan farin ár eru: 

  • Ferðakaupstefnan Vestnorden (2021)
  • 17th European Geoparks Conference (2024)
  • SAR ráðstefna AECO er haldin árlega

Skoða bækling um ráðstefnur og fundaraðstöðu á svæðinu