
Hér reynum við að svara helstu spurningum sem brenna á gestum svæðisins varðandi eldgosasvæðin, aðgengi, undirbúning og fleira.

Það eru nokkrar gönguleiðir að gossvæðinu sem er hægt að velja úr, hér fyrir neðan er hægt að finna upplýsingar um þær. Einnig er hægt að finna upplýsingar um bílastæðin á svæðinu en greiða þarf gjald fyrir notkun á þeim.

Eldgosatímabil hófst með gosi í Geldingadölum í Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur, og stóð í raun yfir síðan í lok árs 2019. Síðan þá hefur gosið þrisvar. Síðast gaus við Sundhnúkagíga 18. desember 2023 og stóð það yfir í aðeins fjóra daga.