Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum. 

Hótel Vogar
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Litli hvíti kastalinn
Litli hvíti kastalinn bíður upp á tvær nýlegar Stúdíó íbúðir í fögru umhverfi og göngufæri frá aðal veitinga og verslunargötu Keflavíkur/Rnb.  Einungis 6 mínútna akstur er frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Litli Hvíti Kastalinn rekur auk þess ferðaskrifstofu, sér um bókanir og bíður upp á ferðir á alla helstu ferðamannastaði landsins. Í Stúdíó-íbúð 1 er boðið upp á gistingu fyrir 3 fullorðna í þægilegum rúmum í opnu rými.   Ungbarnarúm er einnig í boði án aukagjalds.   Í íbúðinni er eldhúskrókur þar sem útbúa má minni máltíðir t.d. morgunverð og meðal búnaðar þess er örbylgjuofn, ísskápur, brauðrist, hita-ketill og einnar hellu spanhelluborð. Stúdíó-íbúð 2 er staðsett í bakgarðinum og er hún afar vel útbúin með þægindi í huga.  Íbúðin bíður upp á gistingu fyrir 2 fullorðna í þægilegu tvíbreiðu rúmi og ungbarnarúm er einnig í boði án gjalds.   Íbúðin er útbúin  með fullbúnu eldhúsi og sér svefnherbergi.  Baðherbergið er útbúið með sturtu og er innangengt úr svefnherbergi.  Auk búnaðar sem Stúdíó 1 bíður upp á er í boði skóburstunarvél, BlueTooth hátalari, skrifborð og full eldunaraðstaða. Báðar íbúðir eru með sér inngang og verönd, útbúnar með Smart-TV með yfir 200 rásum til að velja úr.  Rúm beggja íbúða eru útbúin þægilegum dínum og hágæða rúmfatnaði.  Baðherbergin eru útbúin með sturtu og meðal staðalbúnaðar er hársápa, hárnæring, bómullarpúðar, tíðatappar, hárblásari, eyrnapinnar, sloppar, handklæði og þvottaklútar. Háhraða WiFi fylgir að sjálfsögðu báðum íbúðum. Heitur pottur/Jacussi er í bakgarði Litla Hvíta Kastalans og er gestum velkomið að njóta hans án gjalds. Reiðhjól eru einnig í boði án gjalds og auk þess njóta gestir Litla Hvíta Kastalans afsláttar á vinsælustu veitingastöðum bæjarins. Í litla Hvíta Kastalanum leitumst við ekki einungis eftir að bjóða upp á gistingu, heldur auk þess frábæra upplifun í fallegu umhverfi.  
KLA Suites - Keflavík luxury apartments
Úrvalsgisting í hjarta Keflavíkur. Vel búnar íbúðir með öllum helstu þægindum.

Aðrir (5)

Minna Knarrarnes Minna Knarrarnes 190 Vogar 897-6424
Keflavík Micro Suites Hafnargata 65 230 Reykjanesbær 539-3773
Gistihúsið Garður Skagabraut 62a 250 Suðurnesjabær 779-0707
Garður Apartments Skagabraut 62A 251 Suðurnesjabær 779-0707
Down Town Kef Aðalgata 18 260 Reykjanesbær 865-5267