Umhverfi og uppbygging áningastaða
Náttúra og umhverfi Reykjanesskagans er einstakt og einn af lykilþáttum í ferðaþjónustu og þróun ferðamála á svæðinu. Vinna þarf að bættu aðgengi og öryggi á völdum áningarstöðum til að tryggja jákvæða upplifun gesta á svæðinu.
Reykjanes jarðvangur vinnur að umhverfismálum og uppbyggingu áningarstaða á Reykjanesi í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu, landeigendur og aðra hagsmunaaðila innan svæðisins. Landeigendur og sveitarfélög geta t.d. nýtt hönnun og útlit jarðvangsins við skiltagerð og merkingar til að samræma ásýnd staða á svæðinu.
Tengiliður Reykjanes jarðvangs vegna uppbyggingu áfangastaða: Daníel Einarsson, daniel@reykjanesgeopark.is
Áfangastaðastofan kemur að eftirfarandi verkefnum tengdum uppbyggingar áformum og umhverfismálum:
- Framkvæmdalisti uppbyggingar áningarstaða - uppfærður árlega og tengist Áfangastaðaáætlun Reykjaness
- Ráðgjöf og aðstoð
- Samstarfshópur um uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi sem fundar reglulega yfir árið.
Útgefið efni
Við uppbyggingu og þróun áfangastaða á svæðinu er hægt að nýta útgefið efni:
- Góðar leiðir: https://godarleidir.is/. Samansafn gagna sem nýtast við undirbúning, þróun, hönnun og uppbyggingu áninga- og áfangastaða.
- Vegrún: https://godarleidir.is/vegrun/inngangur. Handbók um merkingar á ferðamannastöðum & friðlýstum svæðum.
- Náttúrustígar: https://godarleidir.is/natturustigar/inngangur. Leiðbeiningar um gerð náttúrustíga
- Ferðamannastaðir: https://godarleidir.is/ferdamannastadir/um-leidbeiningarnar. Leiðbeiningar um skipulag og leyfisveitingar
- Hönnnun i norrænni náttúru: https://natnorth.is/design-in-nordic-nature
- Handbók fyrir sveitarfélög um uppbyggingu ferðamannastaða: https://www.visitreykjanes.is/is/blogg/handbok-um-uppbyggingu-ferdamannastada-fyrir-sveitarfelog
- Áfangastaðaáætlun Reykjaness: https://www.visitreykjanes.is/is/markadsstofa-reykjaness/helstu-verkefni/afangastadaaaetlun-reykjaness
Möguleg fjármögnun fyrir uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: https://www.ferdamalastofa.is/is/studningur/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/upplysingasida-um-umsoknir
- Uppbyggingarsjóður Suðurnesja: https://sss.is/verkefni/uppbyggingarsjodur/