Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Síðast uppfært október 2022. Næsta uppfærsla á áfangastaðaáætlun verður birt í júlí 2023.

Fyrirsagnir frétta

  • Fjölmenn Mannamót og fróðleg Ferðaþjónustuvika

    Metfjöldi mætti á Mannamót í Kórnum í Kópavogi, sem er stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu. Um 1.200 manns frá öllum landshlutum sóttu viðburðinn, ýmist til að kynna starfsemi sína eða sem gestir. Líkt og áður átti Reykjanes sína fulltrúa á Ma…
  • Markaðsstofa Reykjaness leiðir Interreg NPA verkefni um nærandi ferðaþjónustu

    Verkefnið miðar að því að innleiða og styrkja nærandi ferðaþjónustu á Norðurslóðum.
  • Eldgosi lokið á Reykjanesi

    Eldgosið sem hófst 20. nóvember, lauk 8. desember.
  • Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

    Menntamorgun ferðaþjónustunnar 4. desember