Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Reykjaness

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.

Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.

Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins. 

Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2022-2023 - forsendur

Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2024-2027

Síðast uppfært febrúar 2025. 

Fyrirsagnir frétta

  • Námskeið í efnisgerð

    Markaðsstofa Reykjaness í samstarfi við Digido býður uppá námskeið í efnisgerð fyrir vefi og leitarvélabestun.Viltu bæta færni þína í efnisgerð og ná betri árangri á netinu? Þetta námskeið er hannað fyrir þá sem vilja skapa markvisst og áhrifaríkt ef…
  • Snjöll ferðaþjónusta – Ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind

    Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir …
  • Auknar líkur á nýju eldgosi á Reykjanesi

    Upplýsingar um aðgengi og viðbragð. Uppfært 11. febrúar 2025
  • Kynningarfundur Íslandsstofu - Markaðssamtal ferðaþjónustunnar

    Íslandsstofa stóp fyrir kynningarfundum í janúar með hagaðilum í ferðaþjónustu undir heitinu „Markaðssamtal ferðaþjónustunnar" þar sem farið var yfir stöðu markaðssetningar á áfangstaðnum Íslandi, helstu verkefni tengt ferðaþjónustunni og áherslur fyrir árið 2025.