Áfangastaðaáætlun Reykjaness
Áfangastaðaáætlun Reykjaness er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu.
Markaðsstofa Reykjaness vinnur áfangastaðaáætlun fyrir áfangastaðinn Reykjanes í samstarfi við Reykjanes Geopark og hagaðila á svæðinu. Ferðamálastofa heldur utanum framvindu áfangastaðaáætlana á landsvísu í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðarinnar á sínum svæðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið á vef Ferðamálastofu.
Áfangastaðaáætlun er stefna svæðisins í ferðamálum og verkfæri í framtíðarþróun ferðaþjónustu á svæðinu. Verkefni áfangastaðaáætlunar eru endurskoðuð reglulega með tilliti til þeirra forsendna sem liggja fyrir og breytinga í umhverfi ferðaþjónustu og stjórnsýslu svæðisins.
Áfangastaðaáætlun Reykjaness nær yfir sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum; Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Við gerð áætlunarinnar er meðal annars unnið út frá þeim áætlunum og stefnum í umhverfis-, ferða-, menningar-, og markaðsmálum sem fyrir liggja hjá sveitarfélögunum og sameiginlegum verkefnum svæðisins.
Síðast uppfært október 2022. Næsta uppfærsla á áfangastaðaáætlun verður birt í júlí 2023.