Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum.

Sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í  bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó. Verð og úrval er afar mismunandi.

Cafe Petite
Cafe Petite er sætur fjársjóður vel falinn á bak við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Skemmtilegur bar og kaffihús þar sem m.a. má finna þrjú pool borð, spil og skákborð. Frábært úrval af bjór og sætir eftirréttir einnig í boði með kaffinu í afslöppuðu umhverfi.
Hjá Höllu
Hjá Höllu er í suðurbyggingu flugvallarins, við C hliðin og því opin öllum hvort sem ferðinni er heitið til Evrópu eða eitthvert annað.  Stutt er í öll brottfararhlið frá þessum stað og því tilvalið að setjast þar niður áður en farið er í flug Við erum með eldofn á staðnum og bjóðum því upp á eldbakaðar pizzur sem tekur örstuttan tíma að útbúa Einnig erum við réttina okkar í kælinum þ.e. samlokur, salöt, djúsa, boosta og margt annað hollt.
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar. Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.  Sýningar: Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf. Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr. Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum. Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér. Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
Bryggjan Grindavík
Bryggjan er lokuð tímabundið vegna eldgosa á Reykjanesi. Fylgist með tilkynningum um endurskoðun á opnun staðarins.  Bryggjan er notalegt kaffihús, sem og veitingastaður og lifandi tónlistarstaður, staðsettur á bryggjunni við hliðina á Grindavikarhöfn.
Take Off Bistro
Take Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin.  Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum.  Happy hour er daglega. Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.
Kökulist
Brakandi ferskar samlokur og gæða bakkelsi hefur glatt bæjarbúa í áratugi. Árið 2015 tók Jón Rúnar og Elín eigendur Kökulistar við rekstri Valgeirs bakarís í Reykjanesbæ en bakaríið fagnaði þá 45 ára afmæli það árið. Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykurlaus, fitulaus og gerlaus, en við höfum horfið til fortíðar þegar kemur að brauðbakstri og góðum kökum þar sem við notum eingöngu gæða hráefni. Einstaklega huggulegt er að sitja inni með kafiibolla og góðgæti á disk eða njóta veðurblíðunnar úti þegar sú gula lætur sjá sig. Kökulist fullkomnar sunnudagskaffið eða sem góður biti hvaða dag sem er. líttu við og kíktu á úrvalið.
Kaffi Duus
Kaffi Duus var opnað 26. nóvember 1998 sem lítið kaffihús með sæti fyrir um 30 manns en hefur stækkað á undarförnum árum og getur í dag tekið á móti háttí 180 manns. Veitingastaðurinn býður upp á fjölbreyttan og ljúffengan matseðil, frá indverskum sérréttum að hætti kokksins eða ljúffengum sjávarréttum úr gæða hráefni af svæðinu. Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina að Berginu sem er lýst upp á kvöldin.
Hjá Höllu
Athugið að veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík er lokaður. Starfsemin hefur flutt sig um set til Sandgerðis með takmarkaðri þjónustu. Hægt er að fylgast með þjónustuframboði á heimasíðunni þeirra og samfélagsmiðlum. Hjá Höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu.  Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.   Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt.  Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið.  Opnunartímar: Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15) Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30) Sunnudagar: Lokað  Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af. 

Aðrir (2)

Joe and the Juice Keflavíkurflugvöllur 235 Reykjanesbær 4313849
Röstin - veitingastaður Skagabraut 100 250 Suðurnesjabær 422-7220