Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.