Um allt land má finna gistihús, mörg hver einkarekin.
Gistihús eru oftast minni og persónulegri en hótel og yfirleitt ódýrari.
Raven´s Bed
Fjósið í Höskuldarkoti í Njarðvík eða Fjósið í Koti er vinsæll gististaður í nálægð (7km) við flugvöllinn (Keflavik International Airport). Við gististaðinn liggja skemmtilegir göngustígar meðfram sjónum með útsýni til höfuðborgarinnar og allt norður til Snæfellsness þar sem jökullinn gnæfir. Göngustígur liggur þannig til miðbæjar Keflavíkur þar sem finna má helstu veitingastaði og verslunargötur. Í næsta nágrenni má finna kaffihús og bakarí, lyfjabúð og kaupmanninn á horninu. Boðið er uppá 2.ja manna herbergi og 4.ra manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Miðlæg upphitun í herbergjum, aðgangur að interneti og val um einfalt eða tvöfalt rúm. Morgunverður er innifalinn í verði ásamt aðgengi að heitum potti. Gestir hafa aðgang að eldhúsi til að útbúa minni máltíðir eða klára nestið sitt frá ferðalaginu. Þar er ísskápur, örbylgjuofn og hitakanna. Morgunmatur er reiddur fram kl.8.00-10:30 en gestir hafa aðgang og geta lagað sinn morgunmat fyrir þann tíma ef brottfor er snemma í tengslum við flug.
Innritun hefst kl.16.00 og útritun kl.12 (hádegi) næsta dag nema bókun sé framhaldið. Ravens bnb er starfrækt í 100 ára gömlu endurnýjuðu húsnæði, sem upprunalega var fjós og hlaða. Þar eru margir innanstokksmunir upprunalegir sem gefur húsinu sérstakan blæ og góðan anda. Gestir geta hvílst í afslöppuðu umhverfi og fengið leiðsögn og upplýsingu hjá gestgjöfum sínum. Hægt er að fá viðbótarþjónustu gegn gjaldi, s.s. öryggisskáp, fataþvott og skutlþjónustu. Einnig er gestum boðið uppá lengra skutl s.s. í Bláa Lónið eða á flugvöllinn gegn aukagjaldi. Þá er innheimt aukagjald gegn innritun eftir miðnætti. Reykingar eru ekki leyfðar. Gæludýr eru ekki leyfð.
View
Aðrir (4)
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
A. Bernhard Bed & Breakfast | Vallargata 6 | 230 Reykjanesbær | 660-8152 |
Guesthouse 1x6 | Vesturbraut 3 | 230 Reykjanesbær | 857-1589 |
Blue View bed and breakfast | Klettás 21 | 260 Reykjanesbær | 868-4495 |