Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstarfsfyrirtæki

 

Þátttaka ferðaþjónustunnar í starfi markaðsstofunnar er mikilvægur þáttur í öllu þróunar- og markaðsstarfi sem fram fer fyrir svæðið.

Sem samstarfsaðili er fyrirtækið orðið virkur aðili í:

  • mótun og þróun ferðamála í landshlutanum
  • markaðssetningu áfangastaðarins.

Með samstarfi fær fyrirtækið m.a.: 

  • aðgang að markaðs- og kynningarefni fyrir svæðið.
  • aukinn sýnileika í markaðs- og kynningarefni áfangastaðarins. M.a. inn á heimasíðunni visitreykjanes.is.
  • tækifæri til að taka þátt í markaðsátaki fyrir svæðið, blaðamannaferðum og FAM-kynnisferðum.
  • tækifæri til að taka þátt í Mannamóti Markaðstofa landshlutanna

Aðilar að Markaðsstofu Reykjaness eru allir með tilskilin leyfi til atvinnurekstrar og taka þátt í að móta og þróa Reykjanesið sem vænlegan áfangastað fyrir gesti.

Gjaldskrá fyrir árið 2024 má nálgast hér.

Það er einfalt að gerast samstarfsaðili. Skráðu þig hér eða hafðu samband í síma 420 3288 eða sendu okkur fyrirspurn á info@visitreykjanes.is og við höfum samband við þig.

Skrá fyrirtæki í Markaðsstofu Reykjaness.