Fræðsla í ferðaþjónustu
Fólkið okkar er lykill að velgengni og frekari uppbygginu í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Saman vinnum við að því að auka þekkingu og fræðslu og þannig auka gæði þjónustunnar sem er í boði.
Miðstöð símenntunar bíður fyrirtækjum í ferðaþjónustu uppá fjölbreytta þjónustu þegar kemur að mannauðsmálum og þjálfun starfsmanna. Inn á vef þeirra er að finna upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði og námskeið fyrir starfsmenn.
Markaðsstofan er í góðu samstarfi við Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnissetur ferðaþjónustunnar og SAF um fræðslu í ferðaþjónustu. Inn á vef Hæfnissetursins er að finna hvers konar upplýsingar, fræðsluefni og verkfæri sem tengjast fræðslu í ferðaþjónustu, auk þess sem við stöndum að fræðslufundum reglulega yfir árið.