Náttúrustofa Suðvesturlands
Náttúrustofa Suðvesturlands var stofnuð árið 2000 og er ein af átta náttúrustofum landsins. Hún er staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Umdæmi stofunnar nær frá Hvalfjarðarbotni, um Þingvallavatn, niður Sogið og til ósa Ölfusár.
Stofnunin stundar náttúrufarsrannsóknir og vöktun af ýmsu tagi og ber þar helst að nefna vistfræði sjávarhryggleysingja, framandi tegundir við Ísland, rannsóknir á vistfræði fugla og vöktun og kortlagning strandsvæða. Náttúrustofan tekur einnig þátt í kennslu á öllum námsstigum.
Náttúrustofa Suðvesturlands er önnur af rannsóknarstoðum Þekkingarseturs Suðurnesja ásamt Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Þessar þrjár stofnanir deila rannsóknar- og tilraunarými að Garðvegi 1 og vinna jafnframt sameiginlega að mörgum rannsóknum.
View