
Reykjanesið hefur uppá að bjóða mikið úrval af veitingastöðum, allt frá skyndibitastöðum til hágæða veitingastaða. Margir staðanna leggja mikið upp úr því að bjóða upp á hráefni úr héraði, má þar nefna að á Reykjanesi er rík hefð fyrir sjósókn og hafa veitingastaðir á svæðinu skapað sér sess á meðal bestu sjávarréttastöðum landsins.
Skoðaðu listann hér að neðan og sjáðu hvað Reykjanesið hefur uppá að bjóða.

Margir smærri matsölustaðir bjóða upp á léttari matseðil; smurt brauð, súpur, íslenskan heimilismat eða jafnvel eitthvað sem þeir hafa sérhæft sig í. Frábær kostur fyrir þá sem kjósa óformlega og heimilislega veitingastaði.

Þau finnast um allt land. Mörg þeirra í höfuðborginni og stærri þéttbýliskjörnum.
Sum má finna á ólíklegustu stöðum til dæmis í bragga úti í móa eða í skúr niðri við sjó. Verð og úrval er afar mismunandi.

Í flestum þéttbýliskjörnum eru barir eða skemmtistaðir sem setja ákveðinn svip á menningu bæjarins.