Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanesið er fjölbreytt og skemmtilegt yfirferðar hvort sem það er gangandi, á hestbaki eða á vélknúnum ökutækjum. Fjórhjólaferðir eru ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og buggyferðir eru fyrir alla fjölskylduna. 

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla. Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/ Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð. www.re.is
Fjórhjólaævintýri
Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins. Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is   Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr: Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv. Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.

Aðrir (3)

Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Luxury ATV Borgahella 7E 221 Hafnarfjörður 777-3060