Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjórhjóla- og Buggy ferðir

Reykjanesið er fjölbreytt og skemmtilegt yfirferðar hvort sem það er gangandi, á hestbaki eða á vélknúnum ökutækjum. Fjórhjólaferðir eru ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og buggyferðir eru fyrir alla fjölskylduna. 

Hjólaferðir

Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.

Gönguferðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

Golfvellir
Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Hellaskoðun

Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.