Reykjanes er skemmtilegur áfangastaður fyrir alla fjölskylduna. Svæðið er mjög aðgengilegt og heill ævintýraheimur fyrir alla aldurshópa og kjörinn staður fyrir fjölskylduna að upplifa í sameiningu.
Allt frá léttum fjallgöngum til fjöruferðar eða ævintýralegum fjórhjóla- eða jeppaferðum til skoðunarferða í sýningasali svæðisins.
Sundlaugar
Um land allt er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Á Reykjanesi eru sex sundlaugar og þær eru allar upphitaðar.
Sundlaugarnar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.
View
Brúin milli heimsálfa
Brú á Reykjanesi á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku.
Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) "gangi" á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.
Byggð hefur verið brú á milli "plötuskilanna" upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) Fólki að kostnaðarlausu.
Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa" gegn vægu gjaldi á upplýsingamiðstöð Reykjaness og gestastofu Reykjanes jarðvangs sem staðsett eru í Duushúsum í Reykjanesbæ.
View
Þekkingarsetur Suðurnesja
Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum, rannsóknum á sviði náttúrufræða og listum, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á þrjár áhugaverðar sýningar.
Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Þar er auk þess eina uppstoppaða rostung landsins að finna. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.
Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og störf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.
Á neðri hæð Þekkingarsetursins er að finna lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna. Um er að ræða einkar fallega og fróðlega sýningu þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Leitast er við að vekja fólk til vitundar um þann undraheim sem hafið er, mikilvægi þess fyrir lífríki jarðarinnar og tengingu mannkynsins við náttúruna.
Heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja er tilvalin fyrir fjölskyldur og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Taktu þátt í fjársjóðsleitinni okkar sem mun leiða þig áfram í spennandi ferðalag um nágrenni setursins í leit að dýrum, plöntum og sögufrægum stöðum. Finnir þú eitthvað spennandi er hægt að taka það með aftur í Þekkingarsetrið til frekari rannsókna.
Opnunartími:
Sumar (1. maí – 31. ágúst):Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 16:00Laugardaga og sunnudaga: 13:00 til 17:00
Vetur (1. september – 30. apríl):>Sýningar lokaðar.
Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa (lágmark 20 manns) allt árið – pantið í síma 423-7555.
Frekari upplýsingar má finna á vef Þekkingarseturins.
View
Stóra-Sandvík
Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi. Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjara með háum melgresishólum handan við. Við Sandvík endar Hafnaberg með fallegum klettum sem eru hluti af sprungugjám.
Sunnan við Sandvík er Stampahraun sem runnið er úr 7 km langri gígaröð sem gaus fyrir ca. 800 árum. Mjög sérkennilegir gígar af ýmsum stærðum og gerðum og með skrítnar myndanir í sumum.
Sumarið 2006 var heimsfræg bíómynd tekin upp syðst við Sandvík, Flags of our fathers sem frægi leikarinn Clint Eastwood leikstýrði.
View
Fjórhjólaævintýri
Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir. Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins.
Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is
Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr:
Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.
Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.
View
Gunnuhver
Kröftugt hverasvæði á Reykjanesi.
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn
Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í endaðan júní 2010 hafa verið teknir í notkun nýjir göngupallar og útsýnispallar þar sem er aðgengi fyrir alla.
View
Þorbjörn
Stakt móbergsfell (243 m.y.s) fyrir ofan og norðan við Grindavík.
Af því er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðaustan í fellinu er mikil jarðhitamyndun og norður og norðaustur af því er allvíðáttumikið jarðhitasvæði. Fjallið er með mikinn sigdal á toppnum. Þorbjörn er myndaður á síðasta kuldaskeiði ísaldar, eins og flest önnur jföll á Reykjanesi.
Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.
Í heimsstyrjöldinni síðari hafði setuliðið bækistöð/varðstöð í sigdalnum og lögðu veg upp á fjallið. Sjást vel ummerki um byggingar setuliðsins frá þessum tíma. Auðvelt er að ganga á Þorbjörninn bæði að norðanverðu upp eftir misgenginu og að austanverðu þar sem gamli bílvegurinn liggur. Undir norðurhlíðum fjallsins hafa Grindvíkingar ræktað skóg og er svæðið tilvalið til útivistar.
View
Stafnes
Höfuðból að fornu. Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum. Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769. Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldurgir til að róa á árabátum þaðan fyrir harla lítil laun. Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum. Básendar eru skammt sunnan við Stafnes. Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá. Mörg skip hafa farist á Stafnesskerjum. Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti. Drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað, Slys þetta varð ásamt öðrum íkveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum.
Stafnesviti var byggður árið 1925 á Stafnesi, milli Hafna og Sandgerðis. Hann er 8 m hár, steinsteyptur ferstrendur turn, 3x3 m að stærð sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við hann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús úr járnsteypu. Þrír krosspóstagluggar eru á vitanum, áður fyrr með sex rúðum en fjórum síðar. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Vitinn var hvítur í upphafi og um hann ofarlega var málað rautt band, en árið 1962 var vitinn málaðir gulur.
View
Skessan í hellinum
Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.
Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.
Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.
Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.
Opnunartími: Alla daga frá kl. 10:00 -17:00 (nema ef veður hamlar opnun yfir vetrartímann t.d. vegna ófærðar að helli).
Frekari upplýsingar eru veittar í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3245. Einnig er hægt að senda póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.
Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is.
Nánar um Skessuna á www.skessan.is
View
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind. Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar.
Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.
Sýningar:
Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf.
Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum.
Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr.
Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum.
Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér.
Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.
View
Rokksafn Íslands
ROKKSAFN ÍSLANDS - ÓKEYPIS AÐGANGUR
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi og er staðsett í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.
Á safninu er að finna lítinn kvikmyndasal þar sem sýndar eru ýmsar heimildarmyndir um íslenska tónlist og hljóðbúr þar sem gestir geta leikið lausum hala og prófað rafmagnstrommusett, gítar, bassa og sungið í sérhönnuðum söngklefa. Þá geta gestir skoðað sögu tónlistarmanna á gagnvirkum plötuspilurum sem voru sérstaklega framleiddir fyrir Rokksafn Íslands.
Á meðal þeirra muna sem eru að finna á safninu er trommusett Gunnars Jökuls Hákonarsonar sem var m.a. notað á meistaraverkinu ...Lifun með Trúbrot, kjól sem Emilíana Torrini klæddist í myndbandinu Jungle Drum, tréskúlptúr af reggí-hljómsveitinni Hjálmum, lúðrasveitarjakka sem Stuðmenn klæddust í myndinni Með allt á hreinu, kjól af Elly Vilhjálms, föt af Rúnari Júlíussyni, jakkaföt af Herberti Guðmundssyni, hljóðnema sem Megas söng í á tveimur plötum og þannig mætti lengi telja.
View
Seltjörn
Tjörn þar sem liggja góðir göngustígar, tilvalin staður fyrir lautarferðir og grill. Við hliðinná er lítill skógur sem heitir Sólbrekkuskógur með áhugaverðum formum steina hér og þar. Einnig mögulegt að veiða þar.
Við Tjörnina er gömul bygging sem var reist 1941 af útgerðarmönnum og var húsið notað sem íshús, ísinn sem tekinn var úr seltjörn var notaður til kælingar á fiski.
View
Snorrastaðatjarnir/Háibjalli
Vinsælt útivistarsvæði sem og tjarnir þar sem er kjörið að skoða fugla.
Nálægt þessi svæði er Háibjalli 10 m hár klettur. Eru báðir á náttúruminjaskrá.
Staðsetning: Vegur 43 rétt hjá Seltjörn og Sólbrekkuskógi.
View
Fuglaskoðunarstaðir
Þessi síða sýnir helstu fuglaskoðunarstaði á Reykjanesi, hvar sjaldgæfari tegundir er að finna og upplýsingar um aðgengi að skoðunarstöðum. Lítið er fjallað um auðfundna staði þar sem hægt er að sjá algengar tegundir svo sem þúfutittlinga eða heiðlóur, heldur er einblínt á staði þar sem auðvelt er að sjá sjaldgæfari fugla.
Reykjanesið er umlukið sjó og því má finna margar vaðfugla- og sjófuglategundir. Flestar tegundir yfirgefa varpstöðvarnar og halda á heitari slóðir yfir veturinn. Aðrar tegundir færa sig frá varpslóðum niður á láglendi og þá sérstaklega í fjöruna. Á Reykjanesi má finna margar andategundir, vaðfugla og brúsa svo sem æðarfugl, rauðhöfðaönd, straumönd, tjald og himbrima sem hafa vetursetu við strandleng juna. Um 30 tegundir íslenskra varpfugla halda til á landinu allt árið og eru kallaðar staðfuglar. Vetrargestir eru fuglar sem verja vetrinum á Íslandi en verpa á norðlægari slóðum. Má þar má nefna bjartmáf og sumar tildrur. Nokkrar fuglategundir koma til Íslands sem fargestir eða umferðarfuglar. Þrjár tegundir gæsa eru í þeim hópi: Blesgæs á Suðurlandsundirlendi, helsingi norðanlands að vori og Skaftafellsýslum á haustin, og loks margæsir sem sjást á Faxaflóa og Breiðafirði á fartíma. Á Reykjanesi er hægt að sjá margæsir á norðan-og vestanverðu Reykjanesi yfir fartímann. Nokkrar vaðfuglategundir stoppa við á Íslandi á leið frá vetrarstöðvum yfir á varpstöðvar og til baka: Tildrur, rauðbrystingar, sanderlur og svo hluti af sandlóunum og lóuþrælunum
Besti tími árs til þess að sjá sem flestar tegundir í fullum skrúða er að vori (lok maí-júní). Þá eru umferðarfuglar á leið til varpstöðva og staðfuglar í óðalsatferli og því auðséðir. Haustin eru betri til þess að sjá umferðarfugla og flækinga sem dragast út á haf í haustlægðum bæði frá Evrópu og Ameríku.
Aðgengi er gott að flestum stöðum, flestir vegir eru malbikaðir en malarvegir eru sérstaklega merktir. Í fuglaskoðun þarf lítið annað en góð föt og góðan kíki en sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn auðveldari.
- Smelltu hér til að hlaða niður fuglaskoðunarkorti fyrir Reykjanes -
View
Aurora Basecamp
Upplifunin í Aurora Basecamp er einstök á heimsvísu. Hún kennir þér allt um norðurljósin og hvernig á að finna þau. Að auki getur þú hitt norðurljósin þar sem við framköllum þau í Norðurljósasúlum þannig að þú getur séð raunvirkni þeirra á hverjum tíma fyrir sig.
Umhverfið innan í Kúlunum og víðernin fyrir utan er afslappað og hannað til að þú getir slakað á og beðið eftir ljósasýningunni.
Aurora Basecamp Kúlurnar eru staðsettar á Reykjanesinu, rétt utan við Vellina í Hafnarfirði, í um 20 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.
View