Hér reynum við að svara helstu spurningum sem brenna á gestum svæðisins varðandi eldgosasvæðin, aðgengi, undirbúning og fleira.
Eldgosasvæðin eru vinsælir áfangastaðir og þar má finna vinsælastu gönguleiðirnar í dag.
Mikilvægt er að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað og hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar.
Athugið að kynna ykkur nýjustu upplýsingar um eldgos og aðgengi áður en haldið er af stað.
Safetravel birtir reglulega uppfærslur um opnunartíma og aðstæður á safetravel.is.
Nokkrar algengar spurningar og svör:
Er opið að gosstöðvunum?
Undir venjulegum kringumstæðum er opið allan sólahringinn að gosstöðvunum. Í dag er lokað vegna eldgoss og jarðhræringa við Grindavík. Sjá uppfærðar fréttir hér.
Veðurfar og aðstæður geta breyst hratt sem gæti leitt til þess að loka þurfi fyrir aðgang inn á svæðin án fyrirvara. Lögreglustjóri Suðurnesja sendir út tilkynningar ef aðstæður breitast sem birtast í kjölfarið hér á vefnum. Eins birtir Safetravel.is upplýsingar um aðstæður á gossvæðinu. Í dag er lokað að gossvæðunum við Sundhnúksgíga en opið að gosstöðvunum í og við Fagradalsfjall. Hægt er að fylgist með opnun vega á umferdin.is og tilkynningum um opnun á fréttaveitu visitreykjanes.is.
Er leyfilegt að ganga á hrauninu?
Samkvæmt Umhverfisstofnun er ekki leyfilegt að ganga á hrauninu og getur slík hegðun leitt til skemmda og slysa. Hraunið frá eldstöðvunum eru einstakar jarðminjar sem við þurfum að bera virðingu fyrir og vernda. Mikilvægt er að kasta ekki grjóti á hraunið, krafsa ekki í það eða skilja eftir sig önnur ummerki. Eldhraun eru undir sérstakri vernd samkvæmt 61. gr laga um náttúruvernd og því er grjótkast upp á hraunið, krafs eða traðk í raun brot á þeirri vernd sem þau eiga að njóta. Slík minnismerki geta jafnframt haft neikvæð áhrif á upplifun gesta sem síðar heimsækja staðinn. Göngum því vel um svæðið og sínum því virðingu.
Töluverðan tíma getur tekið fyrir hraun að kólna og ennþá er yfirborð og gígar óstöðugir, hrun getur orðið eða sprungur geta myndast. Auk þess má búast við að afgösun hraunsins haldi áfram um einhvern tíma og hættulegar aðstæður myndast þar sem gas getur safnast saman.
Er gosið búið?
Gos hófst að nýju við Grindavík 14. janúar 2024. Því lauk 16. janúar 2024 og ekkert hraunflæði að sjá.
Þarf að borga fyrir bílastæði?
- Við eldgosasvæðið í og við Fagradalsfjall:
Allir gestir þurfa að greiða 1000 kr fyrir hvern bíl í gegnum appið Parka eða á parka.is en miðað er við að gjaldið gildi einn sólarhring í senn.
Hægt er að velja á milli tveggja bílastæða, en velja þarf rétta greiðslusíðu eftir hvar þú leggur:
Greiðslusíða P1 bílastæðis: https://www.parka.is/pay/geldingadalir/
Greiðslusíða P2 bílastæðis (Stóri-Leirdalur): https://www.parka.is/pay/volcanoskali/
Samkvæmt parka.is er gjaldið nauðsynlegt til að standa undir þeirri uppbyggingu sem landeigendur eru búnir að ráðast í bæði til að auðvelda fólki aðgengi og tryggja öryggi. Rafrænt myndavélaeftirlit er hafið á svæðinu þar sem teknar eru myndir af númerplötum bílsins. Ef lagt er án þess að greiða fyrir bílastæði þann daginn bætist við innheimtukostnaður og krafa stofnuð á eiganda ökutækis. Krafan fer í raun ekki út fyrr en daginn eftir, þannig að gestir hafa tíma til að greiða þegar það kemur í náttstað o.s.frv. til að borga og skrá bílnúmer.
Fyrir frekari fyrirspurnir varðandi bílastæðin, t.d. ef ekki gengur að borga, má senda póst á fagradalshraun@gmail.com (P1 bílastæði) eða gsteins@hi.is (P2 bílastæði).
- Við eldgosasvæðið við Sundhnúksgíga:
Eldgosasvæðið við Sundhnúksgíga er lokað fyrir almenningi og ekki hafa verið skilgreind bílastæði eða gönguleiðir í tengslum við svæðið. Hægt er að fylgist með opnun vega á umferdin.is og tilkynningum um opnun á fréttaveitu visitreykjanes.is.
Er hægt að fá leiðsögn að eldgosinu?
Nokkrir ferðaþjónustuaðilar eru að bjóða uppá leiðsögn og ferðir. Skoðaðu hvaða fyrirtæki það eru og hvað þau hafa uppá að bjóða hér.
Mega börn ganga að gosinu?
Ekki er bannað að fara með börn að gosstöðvunum en það er ekki mælt með því vegna gasmengunar og erfiðleikastigs göngunnar. Mikilvægt er fyrir forráðafólk að skoða aðstæður áður en að lagt er af stað uppá veðurfar, lengd gönguleiðar, útbúnaðar og þess háttar.
Er hægt að leigja hjól?
4x4 adventures Iceland hafa verið að bjóða leigu á rafhjólum sem hægt er að fara upp að gosstöðvum, hægt er að bóka í gegnum síðuna hjá þeim hér
Hvar er eldgosið og hvar byrjar gönguleiðin?
Eldgosasvæðin eru í dag tvö.
- Annars vegar svæðið við Fagradalsfjall, austan Grindavíkur, þar sem gefur að líta eldgosin frá árinu 2021, 2022 og sumar 2023. Þar hafa verið skilgreindar og kortlagðar gönguleiðir beggja vegna svæðisins. Gönguleiðirnar eru nokkrar og er hægt að byrja göngu bæði frá bílastæði P1 og P2. Hér má finna kort af svæðinu og gönguleiðunum.
- Hins vegar er svæðið við Sundhnúksgíga. Ekki opið fyrir almenning inn á svæðið og ekki hafa verið skilgreindar gönguleiðir í nágrenni þess. Upplýsingar um opnun gönguleiða verður birt á fréttaveitu visitreykjanes.is þegar að því kemur að svæðið verður opnað.
Hvar eru bílastæði fyrir þá sem ætla að ganga að eldstöðvunum?
Eldgosasvæðin eru í dag tvö.
- Við Fagradalsfjall, austan Grindavíkur, þar sem gefur að líta eldgosin frá árinu 2021, 2022 og sumar 2023. Þar hafa verið sett upp bílastæði beggja vegna svæðisins bílastæði P1 sem liggur vestar og bílastæði P2, sem liggur austar. Hér má finna kort af svæðinu og staðsetningu bílastæðanna. Athugið að greiða þarf gjald fyrir bílastæðin.
- Hins vegar er svæðið við Sundhnúksgíga. Ekki opið fyrir almenning inn á svæðið og ekki hafa verið skilgreindar gönguleiðir eða bílastæði í nágrenni þess. Upplýsingar um opnun gönguleiða verður birt á fréttaveitu visitreykjanes.is þegar að því kemur að svæðið verður opnað.
Hvernig á maður að undirbúa sig varðandi útbúnað og klæðnað?
Gönguleiðin getur verið krefjandi og aðstæður misjafnar. Sérstaklega skal haga vel að undirbúningi þegar svæðið er heimsótt yfir vetrartímann og eins ef ganga á í lengri tíma. Ef ganga á að gosinu þá er mikilvægt að vera vel búin/n. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm, hlýjum fatnaði og vatnsheldu ysta lagi. Gott er að vera með nesti, full hlaðinn síma og aukaútbúnað eins og vasaljós ofl. ef gangan tegist fram á myrkur. Til að fá hugmynd af útbúnaði til útivistar og viðeigandi fatnaði er hægt að miðast við upplýsingar á vef safetravel.is.
Er hægt að komast á salerni við gosstöðvarnar?
Yfirleitt eru ferðasalerni staðsett við bílastæðin á svæðinu við Fagradalsfjall.
Skiptir máli hvernig veðrið er?
Veður skiptir miklu máli og mikilvægt að kynna sér aðstæður hverju sinni. hægt er að fá veðurupplýsingar hér og gasmengunar spá er hægt að sjá hér