Varasamar aðstæður á vinsælum ferðamannastöðum á Reyjanesi
Vegna jarðhræringa hafa myndast varasamar aðstæður á tveimur vinsælum ferðamannastöðum á Reyjanesi.
Nýverið hafa nýjar sprungur myndast á Valahnúk, sem er vinsæll útsýnisstaður við Reykjanestá. Valahnúkur er móbergsstapi sem molnar hægt og rólega – sprungur hafa áður myndast þar og stígurinn út á hnúkinn er nú þegar lokaður af. Reykjanesbær hefur gert ráðstafanir til að auka í merkingar á staðnum vegna þessa.
Einnig hefur orðið vart við jarðsig og holumyndum við Brú milli heimsálfa sem er vinsæll áningastaður á Reykjanesi. Þar eru gestir beðnir um að fara með gát og halda sig við merktar gönguleiðir og stíga.
Að gefnu tilefni er rétt að nefna að fara skal varlega í nágrenni við brattar hlíðar á Reykjanesi og reyna eftir fremsta megni að halda sig við merktar gönguleiðir.
Hér má sjá holumyndum við Brú milli heimsálfa.