Fræðsluþörf í ferðaþjónustu - vefnámskeið
Námskeið á vegum MSS og samstarfsaðila
04.04.2025
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) er þátttakandi í norrænu verkefni sem snýr að því að greina fræðsluþörf lítilla ferðaþjónustufyrirtækja og frumkvöðla í ferðaþjónustu og útbúa námskeið í framhaldinu. Verkefnið er stutt af NORA.
Í næstu viku, þriðjudaginn 7. apríl er vefnámskeið (webinar) tengt verkefninu og þar verða meðal annars kynningar á áhugaverðum verkefnum/fyrirtækjum (Case Studies) frá Noregi, Færeyjum og Íslandi.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar um kynningarfundinn og skráningarhlekk er að finna hér: https://forms.office.com/e/mYuA84kL6E og eins á vef verkefnisins.
Hlekkur á fundinn verður sendur í framhaldinu með tölvupósti á þátttakendur.