Fréttir

Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðalaunin árið 2019
Steinsteypa nýtur sín vel á mörgun stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúrskarandi.

Mikilvægt að ríki og landshlutar tali saman
Suðurnesjafólk mætti á fyrstu ráðstefnuna um stefnu ríkisins í landshlutum.

Öll met slegin á Mannamóti markaðsstofanna
Öll met voru slegin á frábærum degi í Kórnum í Kópavogi þar sem 800 gestir ráku inn nefið og kynntu sér ferðaþjónustu á landsbyggðinni hjá 270 sýnendum. Aukningin sem nemur um 30% frá því í fyrra.

Base hotel fær fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Base Hótel, Reykjanesbæ. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni,“ fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.