Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL VIÐURKENNINGA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á REYKJANESI 2019

Eigendur Hótel Keflavík hlutu þakkarverðlaun á síðasta vetrarfundi.
Eigendur Hótel Keflavík hlutu þakkarverðlaun á síðasta vetrarfundi.

Líkt og undanfarin ár munu Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark veita viðurkenningar til einstaklings eða fyrirtækis sem starfa í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar eru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu og hins vegar viðurkenning fyrir vel unnin störf innan greinarinnar á svæðinu.

Óskað er eftir tilnefningum til umræddra viðurkenninga. Tilnefningum ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið markadsstofa@visitreykjanes.is fyrir 4. febrúar n.k. 

Viðurkenningarnar verða afhentar á Vetrarfundi ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem fram fer í mars. Dagsetning og dagskrá fundarins verða tilkynnt fljótlega.

Viðurkenningarnar hafa verið veittar síðustu þrjú ár og hafa þessir einstaklingar, fyrirtæki og verkefni orðið fyrir valinu:

Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

2018: Hótel Keflavík, Reykjanesbæ

2017: Johan D Jónsson, Reykjanesbæ

2016: Reynir Sveinsson, Sandgerði

Nýsköpunar- og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

2018: Duus safnahús, Reykjanesbæ

2017: Veitingastaðurinn Vitinn og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum

2016: Listahátíðin Ferskir vindar í Garði