Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Blogg

Verndum hraunið í Geldingadölum

Mikið af fólki streymir að eldgosinu í Fagradalsfjalli á hverjum degi, en það er ekki allir sem ganga vel um svæðið. Við viljum minna á að sýna svæðinu virðingu og ekki skilja eftir ummerki þegar farið er að gösstöðvunum. Textinn fyrir neðan og mynd er tekinn frá Umhverfisstofnun.

Geopark Villa rís í Innri-Njarðvík

Andrea Maack myndlistakona og ilmhönnuður heillaðist af Reykjanesinu þegar hún flutti heim árið 2015 eftir dvöl á Ítalíu. Litrík háhitasvæði í bland við dökka og kalda náttúru eru henni innblástur í merkinu hennar Andrea Maack, en einnig í hönnun á draumahúsinu Geopark Villa. Hún segir það merkilegt eitt og sér að Reykjanesið sé Geopark og að það megi byggja svo nálægt einstökum jarðminjum. „Erlendu vinum mínum finnst þetta mjög merkilegt, en Íslendingar eru smátt og smátt að átta sig á þessu." Segir Andrea.

Örnefnið Fagradalshraun varð fyrir valinu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, staðfesti þann 2. júlí ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar að það hraun sem nú rennur við Fagradalsfjall verði nefnt Fagradalshraun. 
Mynd: ICEYE

Fagradalsfjall séð utan úr geimnum

Öll höfum við séð stórbrotið hraunrennslið úr Fagradalsfjalli frá jörðu niðri, en nú er hægt að sjá eldgosið utan úr geimnum með svokölluðum InSAR-myndum sem greina fljótandi hraun. Sjáðu þróun eldgossins frá 1. apríl - 6. maí á aðeins 14 sekúndum.

Gjaldskylda hefur gengið vel í Geldingadölum en mikil drulla á bílastæðum eftir rigningar

Nýtt og ævintýralegt utanvegahlaup

Hjóla- og göngustígurinn vígður

Vestnorden 2021

Ævintýraeyjan Ísland - Joggingbuxum breytt í gönguskó

Í dag hefst ný markaðsherferð á vegum markaðsverkefnisins Ísland – saman í sókn sem hvetur fólk til að ferðast til Íslands og upplifa þau fjölmörgu ævintýri sem land og þjóð hefur upp á að bjóða.

Nýtt öryggisverkefni í samstarfi Samgöngustofu og ferðaþjónustunnar

Þriðjudaginn 22. júní var öryggisverkefnið ,, Nap and Go” kynnt fyrir gististöðum og bílaleigum á Suðurnesjum. Verkefninu er ætlað að vekja athygli öryggi í umferðinn og hættunni sem getur fylgt því að aka bíl fljótlega eftir næturflug. Aðdragandinn er fjöldi slysa sem rakin hafa verið til þreytu og svefnleysis.
Mynd frá Geldingadölum //Eyþór Sæmundsson.

Náttúran að gefa ótrúleg markaðstækifæri

„Núna er gos og fólk vill upplifa það. Markaðslega séð erum við að fá frábært tæki. Frábæra umfjöllun um svæðið. Það var í raun það sem svæðið þurfti á að halda. Reykjanesið er frekar nýr áfangastaður til að heimsækja og hefur í raun ekki verið uppgötvaður nema af þeim sem vilja upplifa nýjan stað. Það hefur verið torsótt að koma svæðinu á framfæri og lýsa þessu magnaða umhverfi og landslagi sem býr í hrauninu“

Eldgos í Geldingadal - umferð og útivist á svæðinu

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til almennings sem hyggist leggja leið sína að gosstöðvunum.