Vestnorden og tækifærin á Reykjanesi
Allt um Vestnorden í innslagi frá Víkurfréttum. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni.
04.10.2021
Vestnorden ferðakaupstefnan hefst á morgun í Reykjanesbæ og stendur til fimmtudags. Um er að ræða stærsta viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 36. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Víkurfréttir tóku Þuríði Aradóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Reykjaness tali, þar sem farið var yfir tækifærin sem leynast í ferðaþjónustu á Reykjanesi og ráðstefnum af þessari stærðargr´ðu.