Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Reykjaness leitar að nemendum í sumarstarf

Við leitum af teymi tveggja nemenda til að vinna að verkefni fyrir Markaðsstofu Reykjaness. Teymið þarf að vera skipað annars vegar nemenda í arkitektúr og hins vegar listum, hönnun eða menningarmiðlun.
Mynnismerki í Reykjanesbæ. Mynd Þráinn Kolbeinsson
Mynnismerki í Reykjanesbæ. Mynd Þráinn Kolbeinsson

Sumarstarf

Við leitum af teymi tveggja nemenda til að vinna að verkefni fyrir Markaðsstofu Reykjaness. Teymið þarf að vera skipað annars vegar nemenda í arkitektúr og hins vegar listum, hönnun eða menningarmiðlun.

Um er að ræða verkefni sem stendur yfir í tvo mánuði á tímabilinu júní-ágúst 2023.

Verkefnið miðar að því að:

  1. Kortleggja útilistaverk og áhugaverðan arkitektúr.
  2. Safna upplýsingum og þekkingu á menningarverðmætum sem liggja í útilistaverkum og byggingarlist á Suðurnesjum.
  3. Velja úr og vinna upplýsingar til miðlunar út frá því efni sem er safnað inná vefinn visitreykjanes.is.
  4. Í lok tímabilsins skila nemendur skýrslu yfir öll útilistaverk á svæðinu og áhugaverðan arkitektúr.

Hæfni nemenda:

  • Nemandi í arkitektúr, hönnun, listum eða menningarmiðlun
  • Sjálfstæð/ur í vinnu
  • Með bílpróf
  • Þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku

Nemendur hafa aðgang að skrifstofurými hjá Markaðsstofu Reykjaness á meðan á verkefninu stendur.

Umsjónaraðili verkefnisins er Þuríður Aradóttir Braun hjá Markaðsstofu Reykjaness, auk ráðgjafa hjá Hönnunarmiðstöð og Arkitektafélagsins. Frekari upplýsingar má nálgast hjá umsjónaraðila verkefnisins thura@visitreykjanes.is.

Umsóknir skal senda á netfangið thura@visitreykjanes.is með ferilskrá og kynningarbréfi, fyrir 8. maí n.k.

Verkefnið er stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Uppbyggingasjóði Suðurnesja.

Sjá nánar um verkefnið hér.