Hvað finnst Íslendingum um ferðamenn og ferðaþjónustu?
Á þriðjudaginn kemur, 3. september kl. 14-16, gangast Ferðamálastofa og Rannsóknarmiðstöð ferðamála fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík þar sem meðal annars verða kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar um viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu, bæði á landsvísu og eftir einstaka landshlutum. Samhliða verða gefnar út skýrslur, bæði heildarskýrsla og fyrir hvern og einn landshluta.
Auk kynningar á umræddri rannsókn eru á dagskránni fjögur erindi sem öll nálgast viðfangsefni málþingsins frá ólíkum sjónarhornum. Meginþemað eru þær ýmsu áskoranir sem felast í áhrifum ferðaþjónustu á nærsamfélagið og þjóðfélagið í heild.
Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið en því verður einnig streymt.