Gæði, hæfni og arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu á Reykjanesi
Á vormánuðum 2023 eru fyrirhugaðir fundur á Reykjanesi þar sem Áfangastaðastofa Reykjaness, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF bjóða fyrirtækjum í ferðaþjónustu til samtals um þjálfun og fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu og hvernig það skilar sér í arðsemi fyrirtækja.
Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að svara könnun (hlekkur neðst í fréttinni) til að komast að því hvaða skipulag á fundunum hentar ykkur best og hvað það er sem brennur á ferðaþjónustunni á Reykjanesi.
Mikilvægt er að sem flestir svari könnunni svo að fundurinn verði árangursríkur fyrir alla. Lokadagur til að svara er 18. nóvember 2022.
Ef þú vilt nýta tækifærið þá getur þú tekið könnunina strax í dag.
Hér er könnunin