Reykjanesbær auglýsir eftir rekstraraðila skautasvells
Reykjanesbær leitar nú að áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur 200 m2 skautasvells sem kaup hafa verið fest á og er nú á leið til landsins. Hugmyndin að skautasvellinu kviknaði í framhaldi af verkefninu Betri Reykjanesbær þar sem kallað var eftir góðum hugmyndum frá íbúum sem hefðu að markmiði að bæta og fegra bæinn. Meðal hugmynda sem hlutu gott fylgi var ævintýralegt leiksvæði í skrúðgarði og skautasvell í skrúðgarði. Í tengslum við skipulagningu og þróun Aðventugarðsins var litið til þessara niðurstaðna og ákvörðun tekin um að kaupa slíkt svell sem verður frábær viðbót við Aðventugarðinn og kjörinn vettvangur fyrir skemmtilegar samverustundir fyrir fjölskyldur, skólahópa og aðra áhugasama.