Bláa lónið og gönguleiðir í Fagradalsfjalli opna að nýju
Bláa lónið opnar að nýju
Eldgosið við Sundhnjúksgíga stendur enn yfir. Á laugardag varð breyting á hraunflæði þegar hrauntjörn gaf sig og hraun tók að flæða yfir Grindavíkurveg. Bláa lóninu var lokað við það. Nú hefur hægt á þeim atburði og opnað hefur verið fyrir aðgengi gesta Bláa lónsins um Nesveg. Gestir þurfa að sýna fram á bókun eða staðfestingu við lokunarpóst. Sjá nánar frétt á vef Bláa lónsins.
Aðgengi að Fagradalsfjalli
Lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi hefur verið færður að nýju að bílastæði P1 við Fagradalsfjall og þar af leiðandi hefur verið opnað á aðgengi á allar gönguleiðir umhverfis gosstöðvarnar frá árunum 2021 til 2023.
Vigdísavallarvegur opnaður eftir leysingar
Þá hefur jafnframt verið opnað inn á Vigdísavallaveg eftir leysingar í vor sem gefur gestum tækifæri að komast inn að Djúpavatni og Sogunum.