Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden 2021

Ferðakaupssýning og kynnisferðir

Ferðakaupstefnan Vestnorden verður haldin á Reykjanesi í haust, 5.-7. október. Sýningin sjálf fer fram í Reykjanesbæ, en gestum verður boðið í ferðir um Reykjanesið í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Skráning er hafin á sýninguna og má finna frekari upplýsingar hér:

www.vestnorden.com

Kynnisferðir:
Hefð er fyrir því að bjóða gestum sýningarinnar í ferðir um nærsvæðið. Markaðsstofa Reykjaness heldur utanum undirbúning þeirra ferða að þessu sinni. Óskað er eftir áhugasömum aðilum sem vilja taka þátt í slíkum ferðum eða setja saman slíka ferð. Skila þarf inn tillögum að ferðum fyrir 25. ágúst n.k.

Forsendur ferðanna og þátttakenda:

  • Ferðirnar geta verið allt að 4 klst að lengd (upphaf og endir í Reykjanesbæ).
  • Ferðirnar þurfa að vera innan Reykjanesskagans.
  • Ferðirnar geta verið samstarf nokkurra aðila.
  • Ferðaþjónustuaðilar sem taka þátt þurfa að hafa öll tilskilin leyfi fyrir starfsemi sinni.
  • Ferðirnar eru gestum að kostnaðarlausu.

Ferðaþjónustuaðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í boðsferðum er bent á að senda póst á markadsstofa@visitreykjanes.is fyrir skráningu og frekari upplýsingar.