Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018 verður haldin 3. nóvember næstkomandi á Kaffi Duus í Reykjanesbæ.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018 verður haldin 
3. nóvember næstkomandi á Kaffi Duus í Reykjanesbæ.

Ferðamálasamtök Reykjaness standa fyrir hátíðinni sem er ætluð er starfsfólki í ferðaþjónustu og fólki með áhuga á ferðaþjónustu á Reykjanesi. Með þessari hátíð vilja Ferðamálasamtökin stuðla að samvinnu aðila í ferðaþjónustu og hafa gaman saman eftir líflegt og áhugavert ár í ferðaþjónustu á svæðinu.

Hátíðin hefst með fordrykk kl 19.00.


Matseðill

Forréttur
Rjómalöguð humarsúpa með heimabökuðu brauði

Aðalréttur
Hunangsgljáður lambahryggsvöðvi með bakaðri kartöflu, grænmeti og sósu

Eftirréttur
Heimalagaður ís með súkkulaðiköku


Veislustjóri er skemmtikrafturinn Hjálmar Örn og mun Mummi Hermanns sjá um tónlist kvöldsins.

Verð – kr. 6.900.- á mann
Happdrætti innifalið í miðaverði.

Miðar seldir hjá Sigrúnu, sigrunelefsen@simnet.is
s. 893 0906 fyrir fimmtudaginn 1. nóvember

Hlökkum til að sjá sem flesta á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018!

Stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness