Tækifæri í móttöku smærri skemmtiferðaskipa á Reykjanesi
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjaneshöfn bjóða til morgunverðarfundar fimmtudaginn 13. febrúar n.k. kl. 8.30-9.30 í Duushúsum Reykjanesbæ.
Á fundinn fáum við heimsókn frá Gyðu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra NAA (North Atlantic Agencies) en það eru samtök aðila sem þjónusta skemmtiferðaskip á Norðurslóðum, þar á meðal Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Svalbarða, Noregi og Kanada. Gyða kemur til með að kynna okkur fyrir starfsemi NAA og þeim skemmtiferðaskipum sem þau þjónusta, með sérstaka áherslu á smærri skemmtiferðaskip.
Hvað þýðir smærri skemmtiferðaskip? Hvar sigla þau? Hver er markhópurinn? Að hverju eru þau að leita?
Þetta er frábært tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila og aðra þjónustuaðila á svæðinu, til að kynna sér þau tækifæri sem felast í móttöku smærri skemmtiferðaskipa og mikilvægi góðs undirbúnings fyrir þennan markhóp.
Fundurinn er öllum opinn og verður boðið uppá létta morgunhressingu. Mikilvægt er þó að skrá sig og er það gert hér.