Sveinbjörn: Tækifæri í stöðunni
03.02.2021
Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness var haldinn á dögunum með rafrænum hætti. Á fundinum var farið yfir horfur í atvinnumálum og breyttri stöðu í ferðaþjónustu. Erindi héldu Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins.
Hér að neðan má sjá erindi Sveinbjörns hjá Isavia frá fundinum en þar nefnir hann að hægt sé að finna tækifæri í núverandi stöðu. Hann ræðir einnig fyrirhugaðar framkvæmdir í Flugstöðinni sem hefjast á þessu ári, en þar munu skapast ný störf samhliða nýjum verkefnum.