Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sósan frá Reykjanesbæ hlaut gull í Stokkhólmi

Aðalbláberja og Chilli sósa frá Urta Islandica hlaut gullverðlaun í matarhandverkskeppni, "Nordic Artisan Food Awards 2022", skipulagðri af Slow Food Nordic sem haldin var í Stokkhólmi 1 - 3 september. 
 
Urta Islandica ehf er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir allar sínar vörur í Reykjanesbæ. Megin uppistaða alls hráefnis er íslenskt og nytjaðar jurtir sem eru meða annarra staða týndar á Reykjanesi. Urta Islandica er viðurkennt Reykjanes Geopark fyrirtæki og leggur fyrirtækið áherslu á tengingu þess við Reykjanes í framleiðslu sinni.
 
Sjö íslensk fyrirtæki skráðu sig til þátttöku í mismunandi flokkum, tvenn þeirra hlutu silfurverðlaun í keppninni. Þetta var í fyrsta sinni sem keppt var í norrænu matarhandverki þar sem öllum framleiðendum á Norðurlöndum var boðin þátttaka.