Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sóknaráætlun Suðurnesja í samráðsgátt

Á fundi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Á fundi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Drög að nýrri sóknaráætlun Suðurnesja fyrir tímabilið 2020-2024 hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Unnið var að mótun stefnunnar með víðtæku samráði við kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila á Suðurnesjum. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 7. janúar 2020. 

Undirbúningur sóknaráætlunar Suðurnesja 2020-2024 hófst í maí á þessu ári á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en Capacent hefur haldið utan um vinnuferli og samráðsfundi sem haldnir hafa verið vegna verkefnisins.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál fundar á hverju ári með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga, sem eru átta talsins. Annað hvert ár fer stýrihópurinn í heimsókn í hvern landshluta og árið á móti koma forsvarsmenn samtakanna á fund stýrihópsins í Reykjavík. Meginefni fundanna er að ræða framkvæmd sóknaráætlun hvers landshluta. Stýrihópurinn fundaði með stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í vikunni.

Skoða sóknaráætlun Suðurnesja í samráðsgátt


Suðurnes eru sjöundi landshlutinn til að nýta samráðsgáttina fyrir sínar sóknaráætlun. Gert er ráð fyrir að sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins fari í gáttina í byrjun janúar og hafa þá allir landshlutar nýtt sér samráðsgáttina fyrir sóknaráætlanir sínar. Mikil ánægja hefur verið með að geta nýtt þennan farveg fyrir samráð. Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðum.