Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tekjufallsstyrki hjá Skattinum. Hægt er að sækja um styrkina í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is
Ef umsækjandi um tekjufallsstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu.
Skilyrði fyrir tekjufallsstyrk eru nokkuð mörg og fleiri en ein leið til að reikna út bæði tekjufall, rekstrarkostnað og stöðugildi en allt eru þetta þættir sem skipta sköpum um útreikninga á styrkjunum.
Nánari upplýsingar um skilyrðin er að finna hér: https://www.rsk.is/einstaklingar/covid/tekjufallsstyrkir/