Námsferð fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu á Reykjanesi - Athugið breytt dagsetning
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verðum við að fresta ferðinni til þriðjudagsins 12. júní n.k. Reykjanes Geopark og Markaðsstofa Reykjaness standa fyrir námskeiði í formi kynnisferðar um Reykjanesið fyrir starfsmenn upplýsingaveita og starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem vinna við upplýsingagjöf til ferðamanna.
31.05.2018
Þriðjudaginn 12. júní n.k standa Reykjanes Geopark og Markaðsstofa Reykjaness fyrir námskeiði í formi kynnisferðar um Reykjanesið fyrir starfsmenn upplýsingaveita og starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem vinna við upplýsingagjöf til ferðamanna. Markmið með námskeiðinu og ferðinni er að efla þátttakendur í upplýsingagjöf og þjónustu við gestinn en ekki síst að gefa þeim tækifæri á að fræðast meira um Reykjanesskagann og allt það sem hann hefur uppá að bjóða.
Mæting er í upplýsingamiðstöð Reykjaness og gestastofu Reykjanes Geopark í Duushúsum kl. 8.30, þar fá þátttakendur afhend gögn fyrir daginn. Dagskráin hefst um 8.45 og er áætlað að ferðinni ljúki um kl. 17.00.
Skráðu þátttöku hér eða sendu póst á markadsstofa@visitreykjanes.is.
Mæting er í upplýsingamiðstöð Reykjaness og gestastofu Reykjanes Geopark í Duushúsum kl. 8.30, þar fá þátttakendur afhend gögn fyrir daginn. Dagskráin hefst um 8.45 og er áætlað að ferðinni ljúki um kl. 17.00.
Skráðu þátttöku hér eða sendu póst á markadsstofa@visitreykjanes.is.