Lumar þú á matarmikilli hugmynd?
Lumar þú á hugmynd sem tengist matarauðnum okkar og annarra Norðurlanda? Hugmyndir þurfa aðkomu minnst þriggja Norðurlanda og tengjast sjálfbærri þróun, umhverfisvernd og framtíðartækifærum. Nefnd um nýnorrænan mat hefur opnað fyrir styrkumsóknir en sérstök áhersla er lögð á skólamat, matarmenningu og mataræði og sjálfbæra matarferðaþjónustu.
Lokað verður fyrir umsóknir 1. maí 2019
Nánari upplýsingar um styrkina má nálgast hér.
Matarauður Íslands vekur athygli á þessu en megin tilgangur Matarauðs Íslands er annars vegar að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar til að auka þá hlutdeild í heildarímynd Íslands og auka með því þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Hins vegar að styrkja matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun. Að leiðarljósi er stefna stjórnvalda, matvælastefna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og samvinna atvinnugreina.