Landvörslu á gossvæði lokið
04.01.2023
Landverðir Umhverfisstofnunar hafa nú lokið störfum á gossvæði við Fagradalsfjall. Landverðir höfðu fasta viðveru á vöktum á gossvæðinu frá byrjun september á síðasta ári fram að áramótum. Landverðir sinntu fræðslu til gesta og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Landverðirnir tíndu einnig rusl á gönguleiðum, löguðu stíga, stikur og merkingar á svæðinu ásamt því að vera með eftirlit með akstri utan vega. Landverðirnir voru í góðu samstarfi við viðbragðsaðila og aðstoðuðu gesti sem lentu í vandræðum eða slösuðust.
Nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar