Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðamálaþing 2015

Ferðamálaþingið fer fram í Hofi á Akureyri þann 28. október

Nú er hægt að skrá sig á Ferðamálaþing 2015 og jafnframt hefur dagskrá þingsins verið kynnt. Þingið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri miðvikudaginn 28. október 2015 og yfirskriftin í ár er Stefnumótun svæða – Stjórnun og skipulag (e. Strategic Planning for Tourism).

Þekktir fyrirlesarar

Um eins dags ráðstefnu er að ræða og mun þingið hefjast með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir. Þannig má nefna að annar aðalfyrirlesara er S. Michael Hall frá Nýja-Sjálandi, einn virtasti fræðimaður á sviði ferðamálafræði í heiminum í dag. 

Tilboð á flugi og gistingu

Ekkert skráningargjald er á þingið sjálft en um kvöldið er val um sameiginlegan kvöldverð og skemmtun á Hótel KEA sem greitt er fyrir. Sértilboð er á flugi og gistingu í tengslum við þingið. Sjá nánar hér að neðan.

Dagskrá

09:30 Skráning og afhending gagna
09:45 Ferðamálastjóri býður gesti velkomna
-Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
09:55 Ávarp ráðherra og setning Ferðamálaþings 
-Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
10:10 Tourism Destination Planning: A Realist Position in a Land of Make Believe 
-S. Michael Hall, prófessor við University of Canterbury á Nýja-Sjálandi
10:50 Kaffihlé
11:10 Nýtt verkfæri í skipulags- og stefnumótunarvinnu: Gagnagrunnur um kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar 
-Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Ferðamálastofu og Árni Geirsson frá Alta
11:30 Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent
11:40 Pallborðsumræður
12:00 Matarhlé
13:00 Scotland’s National Tourism Development Framework 
-Thomas Riddell Graham Director of  Partnerships, Visit Scotland 
13:40  Ferðaþjónusta og skipulag
-Pétur Ingi Haraldsson, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 
13:55  Stefnumótandi skipulagsgerð 
-Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá Alta 
14:10  Öryggi í skipulagi og áhættustýring svæða 
-Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggissviðs hjá EFLU
14:25  Gæðaáfangastaður Íslands 2015 - EDEN 
- Afhending viðurkenninga
14:35  Kaffihlé
15:05  Hugleiðing 
-Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur við Akureyrarkirkju
15:15  Stefnumótun-skipulag og hönnun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 
-Einar Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þingvallaþjóðgarðs
15:30  Ferðaþjónusta í byggðum landsins 
-Lilja B. Rögnvaldsdóttir, Rannsóknasetri HÍ á Húsavík
15:45  Er rétt gefið? - Sjónarhorn sveitarfélags 
-Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
16:00  Áfangastaðurinn Akureyri - stefnumótun 
-Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
15:15  Ég er ALLS EKKI á móti ferðamönnum, en... 
-Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra
16:30  Pallborðsumræður
17:00  Þingi slitið
  Fundarstjóri: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdstjóri Markaðsstofu Norðurlands.
   
  Kvölddagskrá (kr. 6.500-)
18:30 Fordrykkur á Hótel KEA í boði Akureyrarbæjar
19:30 Kvöldverður og skemmtidagskrá
  Veislustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu

 

Skráning og verð

-Skráning á þingið, kaffiveitingar og hádegisverður, er án endurgjalds
-Skráningarfrestur er til 20. október
-Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun á Hótel KEA kr. 6.500.- (greitt á staðnum)
-Sértilboð á hótelgistingu og flugi, sjá nánar á skráningarblaði