Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðamálastofa - Námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf til ferðamanna

Námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf til ferðamanna verður haldið í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands þann 4. júní næstkomandi frá kl. 13:00 – 17:00.

Námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf til ferðamanna verður haldið í Námunni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands þann 4. júní næstkomandi frá kl. 13:00 – 17:00. Líkt og í fyrra verður boðið upp á fjarfundi víða um land, auk þess sem Ferðamálastofa greiðir ferðakostnað starfsfólks landshluta- og svæðismiðstöðva í opinberum rekstri á fundarstað.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið r, og er skráningarfrestur til 21. maí. Vinsamlegast takið fram neðst á skráningarblaðinu ef óskað er eftir fjarfundi og þá hvar.

Við vekjum athygli á nýju efni frá Landmælingum Íslands, Vakanum og skemmtilegu innleggi um þjónustu frá Helgu Brögu Jónsdóttur.
 
Drög að dagskrá:
 
12:30     Skráning og afhending gagna
13:00     Mikilvægi upplýsingamiðstöðvaHrafnhildur Ýr Víglundsdóttir verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu.
13:10     Hvar finn ég fyrirtæki í ferðaþjónustu? Gagnagrunnur og leitarvél FerðamálastofuHalldór Arinbjarnarson upplýsingastjóri Ferðamálastofu.
13:30     Kortasjá Landmælinga, hvernig getur hún gagnast við upplýsingagjöf?fulltrúi Landmælinga Íslands
14:15     Kaffi/Te  
14:30     Þjónustulund gefur gull í mund - Helga Braga Jónsdóttir
15:30    Vakinn – öryggis – og gæðamál ferðaþjónustunnar
15:50    Aukin upplýsingagjöf til ferðamanna - Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu.
16:50    Námskeiðslok 

Lesa nánar...