Farþegar leiðangursskipa hreinsa strendur Íslands
Eftir áralanga reynslu af standhreinsunum á Svalbarða munu AECO, samtök leiðangursskipa á Norðurslóðum, nú hefja verkefnið Clean up Iceland.
Ásamt samstarfsaðilum verkefnisins; Gáru, Bláa Hernum og Landhelgisgæslu Íslands, verður farþegum frá leiðangursskipum gefinn kostur á að fara í land á tilteknum strandsvæðum og tína rusl. Drifkraftur verkefnisins er löngunin til að skilja náttúruna eftir hreinni en þegar að henni er komið og fellur það undir átakið Clean Seas.
Plastmengun er sífellt vaxandi vandamál á heimsvísu, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, skorti á úrgangsstjórnun og langs líftíma plast. Vegna hafstrauma endar mikið af ruslinu við strendur Íslands en það kemur frá mismunandi heimshlutum og er oft frá sjávarútvegi.
Clean up Iceland nýtir leiðangursskipin og farþega þeirra til að hreins strandlengjur og berjast gegn rusli í sjó. Strandhreinsanirnar eru opnar öllum sem vilja taka þátt og skapa tækifæri fyrir samfélagsþátttöku og tengsla milli farþega og heimafólks.
AECO hefur þróað kort yfir strendur sem þarfnast hreinsunar og fengið leyfi frá yfirvöldum og landeigendum. Áhugasamir meðlimir AECO, sjálf leiðangursskipin, hafa skráð sig í verkefnið og fá úthlutað svæðum til að hreinsa sem passa inn í þeirra siglingaráætlun. Leiðangursskipið er á akkeri og gestir fara í land á Zodiac bátum, tína rusl og taka ruslið með aftur um borð í leiðangursskipið. Ruslið er losað í næstu höfn sem við á.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Fjallabyggð, Akureyrarhöfn, Grundarfjarðarhöfn, Sveitafélagið Ölfus, Strandarbyggð, Skagafjarðarhöfn og Reykjaneshöfn.
Formlegur Kick-off fundur verkefnisins verður haldinn í Reykjanesbæ 14.mars þar sem aðilar frá Bláa Hernum, Landhelgisgæslunni, Umhverfisstofnun, Hurtigruten, Gáru og AECO verða með erindi. Að fundi loknum mun Tómas Knútsson, stofnandi Bláa Hersins, stýra fjöruhreinsun í Fitjarströnd í Reykjanesbæ frá 15-17. Öllum er velkomið að taka þátt. Sjá nánar hér.
Nánari upplýsingar veitir Gyða Guðmundsdóttir, sérfræðingur í samfélagsþátttöku hjá AECO á netfangið gyda@aeco.no og í síma +45 714 88552