Exploring Tech for the Hospitality Industry
Sænski háskólinn Hyper Island býður upp á 12 vikna nám fyrir fólk sem starfar innan ferðaþjónustu á Íslandi eða störfuðu innan greinarinnar og standa frammi fyrir atvinnuleysi í kjölfar Covid. Námið ber heitið “Exploring Tech for the Hospitality Industry” og naut mikilla vinsælda í Svíþjóð þar sem það var keyrt á nýliðnu hausti.
Einblínt er á að efla fólk sem starfskraft og gera það enn hæfara til þess að leysa áskoranir fyrirtækja í ferðaþjónustu. Meginstoðir námsins eru stafræn væðing, frumkvöðlahugsun, breytingastjórnun, hönnunarferla og gagnavinnsla. Nánari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðu Hyper Island.
Gert er ráð fyrir því að hver nemandi vinni að ákveðnu business case-i fyrirtækis og vinna öll raunverkefni námsins út frá stöðu fyrirtækisins í dag. Nemandinn myndi í gegnum þessar 12 vikur greina hvar fyrirtækið gæti skorað hærra. Jafnframt endurhugsað og bætt upplifunarhönnun gagnvart viðskiptavinum, stafræna þróun, sjálfvirknivæðingu, gagnasöfnun og úrvinnslu gagna svo eitthvað sé nefnt.
Verð og styrkir:
- Námið er 12 vikur, í 50% námi, 240 klst og kostar 490.000 kr. Sendi fyrirtæki 5 starfsmenn í námið býðst 20% afsláttur af námsgjaldinu og verðið þá í 392.000 kr. á haus
- Við gerum okkur fulla grein fyrir því að fólk innan ferðaþjónustu er ekki að fara að leggja út fyrir svona verðmiða á tímum sem þessum. Við erum því að vinna með stéttarfélögum hvað starfsmenntastyrki varðar.
- Sem dæmi eiga fyrirtæki rétt á allt að 3.000.000 kr. styrk úr starfsmenntasjóði VR á ári hverju fyrir menntun starfsfólks og dekkar styrkurinn 90% námsgjalda. Einnig geta nemendur sótt sjálfir um einstaklingsstyrk fyrir náminu fyrir 90% námsgjalds, að hámarki 390.000 kr. eftir því hverjar fyrri úttektir einstaklingsins eru úr sjóðnum.
Í náminu gefst þátttakendum tækifæri til þess að vinna í hópavinnu og spegla sínar áskoranir og lausnir undir handleiðslu fagaðila. Sænski háskólinn Hyper Island leggur mikið upp úr "agile" námsaðferðum, "peer 2 peer learning" og byggist á raunverkefnum í stað úreltra kennslubóka og prófa. Námið er kennt á ensku.
Hér má finna nánari útlistun á náminu og einnig stutt lýsing á Hyper Island.
Kynningarfundur um námið verður haldinn miðvikudaginn 17. febrúar kl 15:00-15:30 á Zoom
Zoom Meeting: https://us02web.zoom.us/j/89200444760?pwd=aG5XNVNzMkIvekNXb0VSOEVGNlk3UT09
Meeting ID: 892 0044 4760
Passcode: 870011