Breytingar munu hafa talsverð áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki
19.11.2018
Ferðamálastofa hélt kynnti væntanlegar breytingar á lögum um starfsumhverfi ferðaþjónustuaðila á fundi á hótel KEA á Akureyri í dag undir yfirskriftinnni: "Ég bókaði allt sjálfur og það var mikið ódýrara...“
Breytingarnar munu hafa töluverð áhrif á starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja og meðal spurninga sem velt var upp er hvort þær styrki stöðu greinarinnar. Á fundinum sátu fulltrúar Ferðamálastofu jafnframt fyrir svörum.
Hér má kynna sér nánari upplýsingar um nýja löggjöf
- Lög um Ferðamálastofu nr. 96/2018
- Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018
Fundinum var streymt beint á vefnum en fyrir þá sem ekki höfðu kost á að sitja fundinn geta horft á upptöku af honum hér: https://www.youtube.com/watch?v=_ooJgSm9ubc