Aðgengi og lokurnarpóstar vegna eldgoss
Lokunarsvæði minnkar í kjölfar lækkunar á neyðarstigi
Lögrreglustjórinn á Suðurnesjum í samráði við Ríkislögreglustjóra hafa fært viðbúnaðarstig vegna eldgoss við Sundhnúksgíga niður í hættustig. Með þeirri ákvörðun hefur lokunasvæðið jafnframt verið minnkað og lokunarpóstar færðir í fyrra horf að mestu.
Eldgosið stendur enn yfir, en mest virknin er í srungu norðan við Stóra Skógfell. Sú staðsetning gerir það að verkum að hægt er að rýmka á lokunum en mikilvægt að gestir hafi í huga mögulega gasmengun frá eldgosinu á meðan það stendur yfir. Hægt er að fylgjast með vindátt á svæðinu á vef Veðurstofunnar.
Lokunarpóstur á Grindavíkurvegi - Bláa lónið opið
Á laugardag var opnað á aðgengi inn í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið og Northern light Inn. Lokunarpóstur á Grindavíkurvegi er nú staðsettur við bílastæðið við Bláa lónið. Aðgengi er því að útsýnisstað á gamla Grindavíkurveginum. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er aðgengi að nýja gosinu frá áningastaðnum en hann gefur gestum tækifæri á að sjá hraun frá þremur gosum sem runnið hafa yfir veginn og minjar um vegaframkvæmdir efir hvern atburð.
Lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi - Opið að Fagradalsfjalli
Lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi er við bílastæðið P1 við Fagradalsfjall. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er aðgengilegt að ganga að nýja gosinu frá Fagradalsfjalli.
Mikilvægt er að hafa í huga mögulega gasmengun á svæðinu og kanna aðstæður áður en haldið er af stað inn á svæðið. Vindaspár fyrir svæðið má finna inn á vef Veðurstofunnar.
Lokunarpóstur á Nesvegi - Aðgengi að Gunnuhver og Brimkatli
Lokunarpóstur á Nesvegi hefur verið færður frá Höfnum að Stað við Grindavík. Með þeirri tilfærslu er nú opið að öllum helstu áningarstöðum á vestanverðum Reykjanesskaganum, þar með talið Brú milli heimsálfa, Reykjanesvita, Gunnuhver og Brimkatli.
Eldosin í Sundhnúksgígum hafa engin áhrif á opnanir og lokanir á norðan og norðvestan verðum skaganum. Þannig er opið alla daga að Stafnesvita, Hvalsnesi, Garðskaga, áningastöðum í Reykjanesbæ, Vogum og Vatnsleysuströnd. Þá er einnig opið að Keili, Sogunum, Trölladyngju og Grænudyngju, auk Kleifarvatns.
Ekki ganga að gosinu
Gestir sem vilja skoða og sjá gosið er bent á að nýta útsýnisstaði á norðanverðum skaganum, sem sjá má á kortinu hér að neðan. Þá eru gestir hvattir frá því að ganga að gosinu. Það eru engar merktar gönguleiðir að svæðinu, gamla hraunið er úfið og torfarið og hættur geta leynst víða í földum gjótum. Lögreglustjóri Suðurnesja hefur jafnframt gefið út viðvörun við að ganga að gosinu frá Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi vegna mögulegrar hættu á ósprunngnum sprengjum á gömlu æfingasvæði hersins.
Mikilvægt er að hafa í huga að:
- Öruggast er að horfa á gosið í vefmyndavélum t.d. á ruv.is og mbl.is á meðan verið er að meta aðstæður, en einnig má horfa á það frá útsýnisstöðum t.d. frá Reykjanesbæ eða Vogunum. Ekki er opið að gosstöðvunum og því ekki hægt að ganga að þeim.
- Reykjanesbraut er opin fyrir umferð en ekki er ráðlegt fyrir vegfarendur að leggja bílum á vegaxlir. Flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun.
Hlekkir á ítarefni og frekari upplýsingar:
- Veðurstofan: Veðurstofan fylgist vel með þróun mála og uppfærir reglulega vefinn hjá sér með upplýsingum um gosið.
- Utanríkisráðuneytið: Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna algengar spurningar sem gestir hafa verið að spyra að og svör við þeim.
- Vegagerðin: Mikilvægt er að fylgjast vel með lokunum og færð á vegum við þessar aðstæður, því þær geta breyst með litlum fyrirvara.
- Safetravel: Safetravel birtir upplýsingar um öryggi fyrir ferðamenn
- Rúv.is: Rúv flytur uppfærðar fréttir af eldgosinu og einnig á ensku
- Visit Reykjanes: Við birtum á þessari vefsíðu ítarlegri upplýsingar um aðsæður inn á svæðinu, hvar er opið og hvernig æskilegt sé að fara um svæðið.
- Vefmyndavélar af svæðinu: ruv.is - mbl.is - visir.is - livefromiceland.is