Vigdísavallavegur opnaður á ný
Ákveðið hefur verið að létta á lokun Vigdísavallavegar
20.07.2023
Þegar gos hófst við Litla Hrút, þann 10. júlí var ákveðið að loka fyrir umferð um Vigdísavelli á meðan verið væri að meta aðstæður og aðgengi að svæðinu.
Í dag var ákveðið að létta á lokun Vigdísavallavegar (nr. 428), þar sem svæðið er ekki innan hættumarka vegna eldgossins. Með því að opna þann veg opnast leiðir inn að mörgum fallegum áningarstöðum Reykjanesskagans eins og Sogunum, Djúpavatni, Grænudyngju og gönguleiðum tengdum þeim.
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
- Ef gengið er upp á fjallgarðinn frá Vigdísavöllum er hægt að fylgja leið að Selsvallafjalli (sjá Tindar Reykjaness). Þaðan er hægt að sjá yfir að gosstöðvum í fjarska en engar merktar gönguleiðir eru yfir fjallgarðinn að gossvæðinu.
- Ekki er mælt með að nýta þessa leið til að komast að eldgosasvæðinu.
- Svæðið er gróft yfirferðar og hækkun um 3-400 metrar. Göngufólk sem hyggist ganga á fjallgarðinn að að áningarstöðunum sem nefnd eru hér að ofan, þurfa að vera vel útbúin fyrir fjallgöngu.
- Hér má nálgast gönguleiðakort fyrir Reykjanesið. Vigdísavellir eru skráðir nr. 53 á kortinu.
- Athugið að vegurinn er skráður fjallvegur og aðeins fær stærri bifreiðum. Sjá nánar á umferdin.is
- Bannað er að keyra utan vega.
- Lélegt farsímasamband er á svæðinu.