Vetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til fundar um ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll miðvikudaginn 2. mars kl. 8:30.
8:30-8:50 Léttur morgunverður
8:50-9:10 Markaðssetning Íslands sem áfangastaðar 2016, Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
9:10-9:30 Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja, Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson frá HN markaðssamskiptum
9:30-9:50 Uppbygging og tækifæri á árinu 2016, Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanes Geopark og Þuríður H. Aradóttir forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness
9:50-10:10 Raunvirði ævintýra og upplifana, Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og markaðsstjóri
10:10-10:30 Afhending Hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og Þakkarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi
Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku hér.