Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrar opnun hjá upplýsingmiðstöð Reykjaness

Upplýsingamiðstöð Reykjaness í Duus Safnahúsum hefur skipt yfir í vetrar opnunartíma og er opin alla daga vikunnar kl. 12-17.
Úr upplýsingamiðstöðinni/gestastofu Geopark.
Úr upplýsingamiðstöðinni/gestastofu Geopark.

Upplýsingamiðstöð Reykjaness í Duus Safnahúsum hefur skipt yfir í vetrar opnunartíma og er opin alla daga vikunnar kl. 12-17.

Þar er hægt að nálgast helstu upplýsingar um nærumhverfi svæðisins ásamt almennum upplýsingum um landið allt. Upplýsingamiðstöðin er ekki bara fyrir erlenda gesti og þá sem ætla að ferðast um landið, það er okkar markmið að þjónusta eftir bestu getu ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Hægt er að koma með kynningarefni til okkar og jafnframt reynum við að eiga á lager helstu almennu upplýsingar sem ferðaþjónar geti sótt í upplýsingamiðstöðina. 

Mikill metnaður er lagður í að koma þjónustu sem í boði er á svæðinu á framfæri til ferðamanna og markmiðið er að fá fólk til að sjá og upplifa meira og dvelja lengur.

Viðurkenningarskírteini fyrir Brú milli heimsálfa

Í upplýsingamiðstöðinni geta gestir einnig nálgast skírteini þar sem staðfestist að viðkomandi hafi gengið yfir Brúna milli heimsálfa og þar með milli heimsálfanna Norður Ameríku og Evrópu. Skírteinin hafa verið vinsæl meðal ákveðinna hópa ferðamanna en hver sem er getur komið við, skoðað gestastofu Jarðvangsins og keypt skírteinið.

Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við Hrafnhildi í síma 420 3246 eða í netfangið info@visitreykjanes.is.