Vest Norden í næstu viku
Ferðakaupstefnan Vest Norden er haldin í næstu viku eða 5. og 6. október í Reykjavík. Að venju tekur markaðsstofan þátt til að kynna Reykjanesið sem áfangastað og þá þjónustu sem er í boði á svæðnu. Jafnframt er ferðakaupendum boðið í kynnisferð um Reykjanesið en hún fer fram 3.-.4. október.
Þó nokkur samstarfsfyrirtæki taka einnig þátt í kaupstefnunni og á Reykjanesið þar góða fulltrúa. Meðal fyrirtækja sem taka þátt að þessu sinni eru; Fjórhjólaævintýri í Grindavík, Eldey Airport Hotel, Geo Hotel Grindavík, Hljómahöll, Reykjanesbær/Duss safnahús, Hótel Keflavík og Diamond Suites, Hópferðir Sævars Baldurssonar/Bus4u, Isavia, Norðurflug, Park Inn by Radison, Veitingastaðurinn Vitinn og Kynnisferðir.